• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Sunderland 1:1 Manchester United

Tryggvi Páll skrifaði þann 24. ágúst, 2014 | 21 ummæli

Slappur leikur. Byrjunarliðið var svona:

United

1
De Gea
42
Blackett
12
Smalling
4
Jones
18
Young
22
Cleverley
8
Mata
24
Fletcher
25
Valencia
10
Rooney
20
Van Persie

Bekkur: Amos, M. Keane (Smalling 44′), James, Kagawa, Hernandez, Welbeck (Robin van Persie 63′), Januzaj (Fletcher 63′).

Sunderland byrjaði leikinn mun betur fyrsta korter leiksins. Svörtu kettirnir stjórnuðu ferð leiksins framanaf. Þeir komust nokkrum sinnum í góðar stöður eftir daprar sendingar frá Smalling, Valencia og Young en náðu ekki að nýta sér færin sem sköpuðust eftir það. United átti eina sókn fyrsta korterið, Valencia dró eina trixið sitt upp úr pokanum, ýtti boltanum framhjá bakverðu Sunderland við endalínuna og dúndraði föstum lágum bolta inn í teig. Aldrei þessu vant komst boltinn framhjá fyrsta varnarmanni og inn í teig.  Þar hafði Juan Mata komið sér í góða stöðu með góðu hlaupi og hann þurfti bara að pota boltanum í markið. 0-1 fyrir United og ekki hægt að segja annað en að það hafi verið gegn gangi leiksins.

Eftir markið hélt maður að United myndi taka yfir leikinn. Okkar mönnum óx ásmeginn og náðu tökum á leiknum. Það fauk þó allt út um gluggann eftir um hálftíma leik þegar fyrrum framtíðararftaki Rio Ferdinand í vörn United sem nú spilar fyrir Sunderland á miðjunni, Jack Rodwell var skilinn eftir einn og óvaldaður eftir hornspyrnu Sunderland. Hann náði fínum skallla á markið og boltinn söng í netinu. 1-1. Michael Keane kom inn á í sínum fyrsta deildarleik eftir að Chris Smalling meiddist þannig að nú er enn einn varnarmaðurinn frá vegna meiðsla.

Sunderland nái aftur tökum á leiknum eftir markið og sótti meira fram að lokum fyrri hálfleiks en staðan var 1-1 í hálfleik.

Í seinni hálfleik mátti ekki mikið skilja liðin að. Þau voru bæði álíka slök. Ekkert lið fékk afgerandi færi til að gera út um leikinn. Hjá okkar mönnum komst boltinn eiginlega aldrei á tríóið okkar frammi og þeir höfðu úr afskaplega litlu að moða allan leikinn. Hjá Sunderland gekk ágætlega að koma boltanum fram á við en síðustu ákvarðanir í sóknaruppbyggingu þeirra voru afskaplega daprar og því náði hvorugt lið að ná sigurmarkinu. Leikar enduðu því 1-1 og mikil vonbrigði þar á ferð. Við eigum alltaf að vinna lið eins og Sunderland. Alltaf.

Þessi leikur var afskaplega gott dæmi um það hvað miðjumenn United eru afskaplega geldir og skila litlu framlagi til liðsins, hvorki sóknarlega né varnarlega. Menn ræða oft um hvað vörn United sé slök en þeir félagar Tyler Blackett og Michael Keane sem samtals eiga 3 leiki fyrir hönd United komust tiltölulega klakklaust frá þessum leik. Það var miðjan sem kostaði okkur 2 stig hér í dag.

Skoðum það aðeins

Hér eru myndir af framlagi Tom Cleverley og Darren Fletcher

Screen Shot 2014-08-24 at 16.53.49

Screen Shot 2014-08-24 at 16.54.07

Samanlagt skapa þeir eitt færi, þeir eiga skot. Cleverley á 70 sendingar, það heppnast 66 og 64 af þeim eru stuttar. Fletcher á 53 sendingar, 49 af þeim heppnast og 47 af þeim eru stuttar. Skoðið þessi kort. Allar þeirra sendingar eru til hliðar og út á kant. Það eru örfáar sendingar inn á miðjuna í átt að þeim leikmönnum sem eru hættulegastir, Mata, Rooney og RvP. Þeir gáfu allaf út á kant á þá félaga Ashley Young og Antonio Valencia sem einfaldlega eru ekki nógu góðir fyrir United. Þeirra hugmyndir um sóknarleik er að klappa boltanum nokkru sinnum og negla honum inn í. Moyes, hvað. Kannski voru þetta bara leikmennirnir. Þessir fjórir leikmenn voru slakir í dag og þegar miðjan, burðarás liðsins er slök fara leikirnir svona. Þetta er vandamál sem liðið hefur glímt við síðan allavega 2011. Afhverju er ekki löngu búið að gera eitthvað í þessum málum? Stórmerkilegt.

Við eigum marga leikmenn inni og möguleg kaup líka þannig að þetta mun bara skána. Það hefur sýnt sig að lið undir stjórn LvG eru sein af stað. Leikmennirnir eru að fara í gegnum ferli þar sem þeir eru að læra að spila knattspyrnu eins og LvG vill að hún sé spiluð. Það mun taka sinn tíma og við munum líklega sjá fleiri svona frammistöður. Það góða við svona leiki er að það sést vonandi hvað það er augljóst hvað ákveðnir leikmenn í þessu liði eiga heima í liðum sem lenda í 10. sæti i þessari deild. Í dag spilaði United einmitt eins og lið sem lendir í 10. sæti.

Næsti leikur er gegn MK Dons á þriðjudaginn í deildarbikarnum.

Efnisorð: Leikskýrslur Sunderland 21

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Hjörvar Ingi Haraldsson says

    24. ágúst, 2014 at 14:26

    Ég heimta sigur, ekki ennþá fyrirgefið Sunderland fyrir það hvernig þeir létu þegar United tapaði titilinum til City :( :(

    0
  2. 2

    DMS says

    24. ágúst, 2014 at 15:53

    Shit hvað miðjan hjá okkur er mikið rusl. Fletcher og Cleverley hafa ekkert getað, missa boltann á slæmum stöðum og eiga erfitt með einfaldar sendingar. Þetta er alveg glatað. Sé okkur ekki taka 3 stig úr þessum leik ef ekkert breytist í seinni hálfleik. Vörnin shaky og samanstendur núna af 2 reynslulitlum nýliðum (Keane og Blackett) og Jones. Erum við búnir að fá færi fyrir utan markið sem við skoruðum? Hvernig gat Cleverley fengið nýjan 5 ára samning? Hann hlýtur að eiga nektarmyndir af allri stjórn United og er að blackmail-a þá, það er engin önnur rökrétt skýring á þessu.

    0
  3. 3

    Siggi says

    24. ágúst, 2014 at 15:53

    Ömurlegar 45 mín. Sunderland sterkara framan af og svo er skorað mark í fyrstu sókninni. Það eru liðnar 135 mín á tímabilunu og liðið hefur ekki verið að skapa neitt.
    Það má vel vera að næstu 45 mín verða flottar en djöfull virkar þetta andlaust og ég þoli ekki þessar dýfur hjá RVP(mér er alveg sama að hann sé í Man utd, ég þoli ekki dýfur hjá neinum leikmanni).

    0
  4. 4

    Hjörtur says

    24. ágúst, 2014 at 15:57

    Hef ekki trú á sigri (því miður) ef þeir ekki bæta sig í seinni hálfleik. Búnir að vera drullu lélegir, það er varla hægt að segja að það hafi komið skot á mark Sunderland, bara juðast með tuðruna fram og aftur utan teigs, en að skjóta nei ekki til í dæminu.

    0
  5. 5

    Karl Gardars says

    24. ágúst, 2014 at 16:02

    Úffff fletcher og cleverley… Það sögðu flestir ef ekki allir að þetta færi illa. Reynið að afsanna það pappakassarnir ykkar. Það er sorglegt að horfa upp á þetta djók.

    0
  6. 6

    Kristjans says

    24. ágúst, 2014 at 16:17

    Ætli Anderson verði ekki í XI í næsta leik?

    Og af hverju fær Nick Powell ekki sjéns?

    0
  7. 7

    Arnar says

    24. ágúst, 2014 at 16:57

    Same shit, different day. Blackett, Young, Smalling, Fletcher, Cleverley. Það er enginn af þessum mönnum nógu góður til að byrja leiki hjá United, ég sæi þá ströggla við að komast í byrjunarlið Sunderland.

    0
  8. 8

    DMS says

    24. ágúst, 2014 at 17:02

    Fletcher er ekki sami leikmaður og hann var fyrir veikindin, skiljanlega. Cleverley er einfaldlega ekki nógu góður. En þeir voru ekki þeir einu sem voru slakir, Rooney og RvP voru ekki góðir. Öll uppbygging í sóknum tók alltof langan tíma. Mér fannst við vera aðeins beittari með Welbeck inn á, trúi ekki að hann verði seldur. Ungu strákarnir í vörninni eru klárlega að díla við stress, þeir spiluðu eins og kóngar í æfingaleikjunum en pressan í alvöru keppnisleik er auðvitað allt önnur.

    Þetta voru bara sanngjörn úrslit. Áttum ekkert meira skilið miðað við þessa frammistöðu. Það er mikið verk fyrir höndum fyrir Van Gaal og félaga en ég hef fulla trú á þeim. Nýju leikmennirnir munu svo vonandi styrkja okkur.

    0
  9. 9

    Keano says

    24. ágúst, 2014 at 17:05

    Shit hvað við þurfum að kaupa betri miðjumenn og miðverði! við erum ekki að fara að þefa af meistaradeildarsæti nema að það gerist fyrir lok félagskiptagluggans. Hef ekkert út á Van Gaal að setja þegar hann er að moða úr svona drasli.

    0
  10. 10

    Keane says

    24. ágúst, 2014 at 17:22

    Þetta var ljóst fyrir löngu að það yrðu mikil vandræði.. Ferguson tókst ekki að endurnýja menn eins og Scholes ofl, sankaði að sér meðalleikmönnum og réði síðan David Moyes til að setja kremið á kökuna. Nú er ManUtd að súpa seyðið af alltof mörgum slæmum atriðum.

    0
  11. 11

    Ingvar says

    24. ágúst, 2014 at 17:23

    Aftan við fremstu þrjá Rooney, Persie og Mata þá er einn nothæfur, DeGea, hitt er því miður bara alls ekki boðlegt til að vera byrjunarliðamenn. Blackett efnilegur, Jones sæmilegur, en annað er rusl.

    Vona að LVG sjái mjög fljótlega að þetta ömurlega system 3-5-2 er ekki að virka og á aldrei eftir að bjóða uppá aðlaðandi fótbolta.

    0
  12. 12

    Krummi says

    24. ágúst, 2014 at 19:10

    „Valencia dró eina trixið sitt upp úr pokanum, ýtti boltanum framhjá bakverðu Sunderland við endalínuna og dúndraði föstum lágum bolta inn í teig. Aldrei þessu vant komst boltinn framhjá fyrsta varnarmanni og inn í teig. “ – Hahaha þetta er svo mikil snilld. Sorglegt samt hversu satt þetta er. Fyrir utan þessa stoðsendingu, sem hann gerði vel, gerði Valencia hins vegar ekkert í leiknum. Með eindæmum geldur sóknarlega og jafnframt ekkert spes varnarlega (átti t.d. Rodwell í markinu).

    Varnarmenn og kanntmenn (wibgbacks) voru afskaplega daprir í dag. Þeir voru þó lítið eitt og skömminni skárri en miðjumennirnir okkar. Myndirnar að ofan sýna þetta svart á hvítu, þeir leggja ekkert fram til liðssins þegar við erum með boltann.

    En það er gott að við erum komnir með mann í brúnna sem sér að það er eitthvað að og mun vinna í því að laga það. Það er amk mikil breyting milli ára þar, ekki verið að væla undan óheppni o.s.frv. LVG hittir naglan á höfuðið þegar hann segir: „We lacked creative passes in the final third and missed passes too often – it was either too slow or too hasty.“ Spot on.

    Níu krossum við fingur og vonumst eftir Di Maria og fleirum!

    0
  13. 13

    Jóhann says

    24. ágúst, 2014 at 20:26

    Bara rusl á miðjunni
    @ Karl Gardars:

    0
  14. 14

    DMS says

    24. ágúst, 2014 at 22:47

    @ Krummi:

    Já sammála, það var óþolandi eftir leiki í fyrra að hlusta á Moyes tala um hvað við hefðum nú spilað ágætlega og verið óheppnir. Van Gaal talar þá allavega hreint út og segir hlutina eins og þeir eru.

    0
  15. 15

    Hannes says

    24. ágúst, 2014 at 23:07

    burt með þetta leikkerfi, höfum enga leikmenn sem kunna að spila vængbakverði. Erum með 3 miðverði þegar við gætum spilað með 2 og svo aukamann frekar á miðjunni. Hvað er hægt að segja um Fletcher og Cleverley sem ekki hefur verið sagt ? við biðum í 6 ár eftir að fletcher gat einhvad og hann átti gott timabil árið 2009 en veikindin settu hann á byrjunarreit. Skil það vel að ekkert lið hefur áhuga á þessum leikmönnum þó þeir fengust gefins en þá verðum við bara að terminata samninga þeirra, held að það gæti verið bestu „kaup“ sumarsins.
    Eina sem getur gefið okkur einhverja von um 4 sæti er ef að Woodward hífi upp um sig buxurnar og kaupi Di Maria , Vidal og Hummels/Benatia.

    0
  16. 16

    Runólfur says

    25. ágúst, 2014 at 00:03

    Reka Van Gaal. Ráða Tony Pulis. Eina ráðið.

    0
  17. 17

    Rafn says

    25. ágúst, 2014 at 08:32

    Van Gaal er í ruglinu. Spilar leikkerfi sem að hentar engan veginn liðinu. United er ekki með almennilega miðverði né wingbacks en samt spilar hann leikkerfi sem hreinlega öskrar á heimsklassa menn í þeim stöðum. Bráðvantar miðjumenn en svo fer hann og kaupir kanntmann á morðfjár. Overpriced um svona 15-20m punda. Ástæðan, jú það sjá allir að United er desperate og hækka verðmiðann upp úr öllu valdi.
    Hann spilar ekki einu sinni með kanntmenn…..

    svo finnst mér fáránlegt hvernig hann fór með Shaw. Kallar hann feitann í fjölmiðlum. Hér með verður hann ekki kallaður annað í fjölmiðlum og af aðdáendum annara liða. Hvaða annar þjálfari hefði gert svona? Hann hefði allann tímann átt að gera þetta á bakvið tjöldin og ekki gefa upp rétta ástæður við fjölmiðla. Strákurinn er 18 ára. Van Gaal var bara að reyna að líta út fyrir að vera harður…. kjánalegt

    0
  18. 18

    Björn Friðgeir says

    25. ágúst, 2014 at 08:56

    @ Rafn:
    Nei, Van Gaal kallaði Shaw EKKI feitan. Hann sagði að hann væri ekki í nógu góðu formi. Og Shaw viðurkenndi það.

    0
  19. 19

    Bjarni says

    25. ágúst, 2014 at 09:41

    Sammála@ Keane:

    0
  20. 20

    Bjarni says

    25. ágúst, 2014 at 09:56

    Næsti leikur er á móti MK Dons og krefst ég þess af Gaal að hann stilli upp sínu sterkasta liði og vinni þennan leik stórt svo menn fái sigurtilfinninguna aftur. Það verður nóg af hvíld í vetur milli leikja og því á ekki að slaka á í einum einasta leik í vetur.

    0
  21. 21

    Björn Friðgeir says

    25. ágúst, 2014 at 10:43

    @ Bjarni:
    Ég er reyndar alveg ósammála… en ég fer yfir það í upphitunni seinna í dag :)

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress