Liðið var að mestu eins og búist hafði verið við. Romero spilaði ekkert fyrir Sampdoria eftir áramót, en lék hins vegar alla leiki Argentínu í Copa América í júní og júlí og var því í einhverju leikformi.
Jones var ekki í hóp, spurning þá hvort hann sé meiddur. Januzaj ekki heldurí hóp, og þá veltir maður fyrir sér hvort hann sé að fara til Sunderland á lán.
Varamenn: Johnstone, Valencia, McNair, Schweinsteiger, Herrera, Pereira, Hernandez
Liðið hjá Tottenham var svona:
Spurs hófu leikinn á að spila boltanum í vörninni á móti hápressu, en fengu síðan frábært færi á fimmtu mínútu þegar Kane vippaði nett inn fyrir vörnina, Eriksen lét Smalling ekkert trufla sig og ætlaði að vippa yfir Romero en skotið fór yfir. Ekki mjög vel gert, hvorki hjá Smalling, né Romero sem átti að vera fljótari á móti. United átti mjög erfitt með að halda boltanum en Spurs gerðu það mun betur. Schneiderlin og Carrick sem ættu að vera að dóminera miðjuna gerðu það alls ekki. Spurs voru hins vegar að gera sig líklega og sendingar þeirra innfyrir bakverðina voru að ógna rækilega. United hins vegar voru varla búnir að komast upp að teig fyrir utan eina fyrirgjöf Darmian sem Vorm tók. Það var því rækilega gegn gangi leiksins að United skoraði.
United komst inn í sendingu á miðjunni, Memphis fékk boltann, gaf upp á Young sem óð upp að teig, gaf fyrir, Rooney var aleinn og hélt hann hefði tíma til að leggja hann fyrir sig en Kyle Walker kom í hann en Walker gekk ekki betur en svo að leggja boltann snyrtilega í markhornið framhjá Vorm. Virkilega fallegt sjálfsmark
United höfðu ekki átt skot á mark en voru samt komnir yfir, ekki hægt að kvarta undan því.
Liðið frískaðist mjög við þetta, Memphis fór að sýna meira og reyna að opna Spursvörnina. Spurs hætti að ógna að ráði og besta færi United var skot Mata úr teignum. Það fór framhjá. Annars var fátt að gerast, hraðinn í leiknum var ekki mikill.
Seinni hálfleikur byrjaði ekki mjög líflega. Fljótlega tóku Spurs Bentaleb útaf og settu Mason inná. Bentaleb hafði verið mjög slakur og átti slöku sendinguna sem United skoraði upp úr.
Twitter var ekki mjög ánægður með Romero í markinu, enda tæpur þegar hann var með boltann við fæturnar. Romero átti samt ágæt inngrip þegar aukaspyrna kom inn á teiginn, ef hann hefði sleppt því að fara í þann bolta hefðu tveir Tottenham menn verið fríir.
Bastian Schweinsteiger varð svo fimmti leikmaðurinn til að leika sinn fyrsta leik fyrir United í dag, hann kom inn á fyrir Carrick á 60. mínútu. Sem dæmi um hvað þetta var dræmt kom fyrsta skot hálfleiksins á 65. mínútu, það átti Young eftir ágæta fyrirgjöf og framlengingu frá Rooney.
Næsta skipting var Memphis út og Ander Herrera inn og fór beint í holuna. Memphis hafði átt fínan leik, duglegur og hreyfanlegur. Leikurinn breyttist ekkert við þessa skiptingu og var áfram óspennandi. Darmian hafði verið fínn í bakverðinum og kom verulega vel upp kantinn en kominn með krampa og Valencia kom inná til að vernda forystuna enn frekar. United voru samt líklegri mestan hluta hálfleiksins, allt þar til á síðustu mínútum leiksins þegar Tottenham setti meiri kraft í sóknina og átti hættulegar sóknir. United slapp þó og fór með sigurinn í klefann.
Þessi leikur var alls ekki skemmtilegur á að horfa. Liðið byrjaði afspyrnuilla og það var ekki fyrr en við fengum gefins mark að þeim tókst að ná upp spili. Það var eftirtektarvert að nýju mennirnir voru meðal þeirra bestu í dag. Memphis og Darmian voru ágætir sem fyrr segir, Schneiderlin óx inn í leikinn og Schweinsteiger var strax farinn að stjórna á miðjunni. Romero var mjög óöruggur þegar hann var með boltann sem fyrr segir, en varði nokkrum sinnum aflveg þokkalega.
Smalling var sterkur í vörninni en aðra þarf varla að nefna, utan að það verður að minnast á að Rooney átti dapran dag. Hann var hreinlega ekki nógu fljótur til að hjálpa til við þann hreyfanleika sem kerfið krefst af honum.
En sigur í erfiðum fyrsta leik er vel þeginn, þrátt fyrir allt var United betra liðið mestan hluta leiksins og átti stigin skilin þrátt fyrir að þetta hafi verið streð á köflum. Það er tæp vika í næsta leik og nógur tími til að koma leikmönnum í betra form og betri leikskilning. Svo er aldrei að vita að eitthvað skýrist í leikmannamálum.
Helgi P says
fínt að byrja á sigri og djöfull var Darmian flottur í þessum leik
Sæmi Jóns says
Var virkilega sáttur við báða bakverðina og Smalling
Siggi says
3 stig það sem skiptir máli en jafntefli hefði verið sangjart. Tottenham byrjaði betur og svo jafnaðist leikurinn eftir þetta gefis mark.
Í þeim síðari var þetta 50-50 en Spurs fengu hættulegri færi í leiknum.
gudmundurhelgi says
Romero komst nokkuð vel frá þessum leik smá taugatritingur á köflum sem er bara eðlilegt miðað við þann nauma tíma sem hann hefur haft til undirbúnings,liðið virkaði brothætt allt frá vörn til sóknar en mun vonandi lagast fljótt er fram líða stundir.
Auðunn says
Blind í miðverðinum er ekki að gera sig, vona að Van Gaal hafi séð það í dag, ef ekki þá er United í vondum málum varnarlega séð.
Svo finnst mér áberandi hvað það vantar mikinn hraða í þetta lið.
Hjörtur says
Rooney á náttúrlega sjálfur að skora úr svona stöðu, en ekki að láta mótherja gera það, ætli hann sér að skora 20+. Sá ekki alveg allan leikinn, en það sem ég sá fannst mér Utd bara allsekki vera að standa sig, Tottenham miklu ferskara.
Keane says
Finnst Rooney algjörlega á hælunum, ekkert nýtt þar, hefur verið það í langan tíma.. Óttalega drumbsleg og passíf spilamennska.
Samt sem áður 3 stig!
panzer says
Mjög mikilvæg þrjú stig. Og frábært að byrja loksins á sigri! Spurs liðið var alveg hrikalega ryðgað eftir óskiljanlega þáttöku í æfingamóti í vikunni og svo eitthverju klúðri með flugið til baka úr því. Okkur til happs og allt slíkt þegið með þökkum.
Darmian og Shaw voru virkilega öflugir og gefa fögur fyrirheit. Eins var gaman að Memphis, óhræddur, teknískur og mjög öruggur á boltanum – sá drengur mun standa sig í vetur. Miðvarðarparið okkar var frekar shaky og ekki hjálpar þegar maðurinn fyrir aftan þá var ein taugahrúga. Ég var samt óendanlega sáttur að sjá Smalling en ekki Jones við hlið Blind í morgun.
Það vita allir að Romero verður ekki markmaður númer eitt í vetur en hann stóð sína vakt ágætlega – engin stór mistök og fínar vörslur í lokin.
Góð skýrsla – reyndar ósammála varðandi Carrick og Schneiderlin – fannst þeir bossa miðjuna á tímabili – átu ótal bolta, stöðvuðu sóknir og duglegir að reyna keyra spilið fram… sem svo dó drottni sínum á þriðja vallarhelminginum í flestum tilfellum.
Það verður snilld þegar Basti kemur inn í þetta af fullu!
Gleðilega hátíð! :D
AAF says
Skil ekki alveg þetta diss á Romero. Jújú hann sparkaði að vissu tveimur boltum útaf í innkast og eitthvað svoleiðis smjatt en heilt yfir fannst mér hann virkilega sannfærandi. Átti gjörsamlega teiginn og greip vel inn í þegar á þurfti. Varði líka mjög vel, greip flest og ef ekki þá sló hann þetta vel frá. Þessi gæji er þvílikur skrokkur með alvöru handleggi og getur sparkað yfir allan völlinn úr kyrrstöðu þannig við erum ekkert með einhvern kjúkling þarna í rammanum. Vonandi fer DDG ekki en ef svo fer þá hef ég mikla trú á Romero.
Annars fannst mér Shaw, Darmian, Smalling og Schneiderlin standa upp úr í dag, vil sjá miklu meira frá Rooney og Mata…
Runar says
Svo hjartanlega sammála síðasta ræðumanni! Romero var að standa sig mjög vel, örugglega vel taugastrektur í sínum fyrsta leik fyrir stærsta félagslið í heimi, svo voru Shaw, Darmian, Smalling og Schneiderlin mjög góðir
Karl Garðars says
Mata er leikmaður sem gerir gott lið frábært. Hann hefur aldrei verið varnarsinnaður en sýndi undir lokin í dag góða vinnu til baka þrátt fyrir að vera kominn með krampa í báða fætur. Ég var sáttur með karlinn í dag sem og flesta aðra leikmenn. Aðeins hægir á köflum en smá sjálfstraust og betri þekking á liðsfélögunum og þetta smellur. Þetta voru 3 mjög góðir punktar í dag!!
Óskar Óskarsson says
missti af leiknum i dag, enn heyrði að rooney hafi verið mökk lélegur…það er nokkuð ljóst að við þurfum að kaupa okkur topp striker ef við ætlum okkur einhverja titla i vetur.
Ingi Utd says
Ljót 3 stig, en hverjum er ekki sama. Áftam Man Utd
Bjarni Ellertsson says
Já mikið var þetta leiðinlegur leikur og við heppnir undir lokin. Þetta á allt saman eftir að koma þegar einhver striker verður keyptur til að veita Rooney keppni, hann virðist ekki geta lengur leitt sóknarleik, sennilega búið að taka allan brodd úr honum síðustu árin. Hann á ekki að vera sá sem hleypur út á hliðarlínu til að taka innkast eða sækja boltan aftur fyrir miðju, það reynir því ekkert á varnarmenn þegar þeir vita af þessum óþarfa hlaupum. Markið kom vegna þess að hann fór ekki úr stöðu og gleymdist þarmeð. Walker karl anginn reyndi einsog hann gatr til að barga. Annars fær vörnin og markvörður mesta hrósið frá mér í dag, aðrir geta betur og það mun koma eftir nokkra leiki helst sem fyrst áður en við spilum á móti erkifjendunum.