Tímabilið er ekki alveg búið hjá okkar mönnum eftir þennan glæsilega sigur í 16-liða úrslitum gegn Olympiakos. Það verður dregið í 8-liða úrslitin á morgun og því er ekki úr vegi að kynna sér aðeins hverjir séu mögulegir andstæðingar okkar þar. Það er oft talað um mikilvægi þess að sigra riðilinn sinn í Meistaradeildinni, það sannaði sig í ár því að öll liðin sem eru komin áfram í 8-liða úrslit stóðu uppi sem sigurvegarar í sínum riðlum. Hér er örlítið yfirlit yfir þau lið sem verða í pottinum á morgun og geta dregist á móti Manchester United.
Meistaradeild Evrópu
Manchester United 3:0 Olympiakos
Þetta var ljúft. Þetta var klikkað. Þetta var öruggt og þetta var tæpt. Þetta var klassískt evrópukvöld á Old Trafford. Manchester United þurfti að gera eitthvað sem aðeins einu liði hafði tekist áður í sögu Meistaradeildarinnar, að snúa við 2-0 tapi í fyrri leik liðanna.
Byrjunarliðin voru svona
De Gea
Rafael Rio Jones Evra
Carrick Giggs
Valencia Rooney Welbeck
RvP
Bekkur: Lindegaard, Fellaini (91.), Fletcher (81.), Januzaj, Kagawa, Young (77.), Hernandez.
Síðasta hálmstráið – Olympiakos á morgun
Það góða við að vera í Meistaradeildinni er það að liðið spilar mikið af leikjum með skömmu millibili. Því er oft auðveldara að skilja við virkilega slæm úrslit eins og gegn Liverpool vegna þess að menn þurfa einfaldlega að einbeita sér strax að næsta verkefni.
Næsta verkefni er síðasta hálmstráið á tímabilinu og mögulega síðasti leikur liðsins í Meistaradeildinni fram að árinu 2015. Íhugið það aðeins. Olympiakos er á leiðinni til Manchester með 2-0 forustu í handfarangrinum og 18 varnarmenn á 1. farrými. Síðast þegar Manchester United kom heim með tap í fyrri leiknum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar gerðist þetta:
Olympiakos 2:0 Manchester United: Ei meir, Dave
Við vitum að
- Hópurinn sem Sir Alex skildi eftir sig var langt frá því að vera nógu sterkur
- Að það myndi alltaf hafa áhrif að besti mótivator sögunnar hyrfi frá
- Að leikmannakaupaklúður síðasta sumars voru ekki alfarið Moyes að kenna
- Að meiðsli lykilmanna hafa sett strik í reikninginn
- Að aðrir lykilmenn hafa ekki verið svipur hjá sjón miðað við síðustu ár.
En.
Þetta var slík skelfing að ég gefst upp. Ég hef reynt og reynt og vonað og vonað en það er komið út yfir þolmörk.
Ei meir, Dave.
Ég get alveg fyrirgefið að liðinu gangi ekki vel og það séu ekki að hlaðast inn sigrar. Það sem ég get ekki fyrirgefið er að spilamennska Manchester United sé jafn hrottalega léleg og hún var í kvöld. Ég get ekki fyrirgefið spilamennsku eins og þá sem sást í kvöld þegar leikmenn United virtust líta á miðju vallarins sem einhvers konar glóandi hraun þar sem boltinn mætti alls ekki fara. Boltanum spilað á milli varnarmanna, svo reynt að fara upp kantana og ef fyrirgjöf náðist ekki var leikið til baka til varnarinnar.
Í vöggu evrópskrar menningar
Í dag hélt Manchester United til vöggu evrópskrar menningar, Grikklands og mæta á morgun sigursælasta liði Grikklands fyrr og síðar, Olympiakos frá Piræus. Síðan 1997 hafa Olympiakos orðið grískir meistarar öll árin nema tvö og á þessum árum tekið sjö tvennur. Þetta er í fjórða skiptið sem Olympiakos kemst áfram í Meistaradeildinni en Juventus, Bordeaux og Chelsea hafa séð til þess að sextán liða úrslit er enn besti árangur þeirra.