• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Leikmenn Pistlar

Maðurinn á milli stanganna

Tryggvi Páll skrifaði þann 16. desember, 2014 | 4 ummæli

Í gær birtum við grein um manninn á bakvið tjöldin enda ekki skrýtið, endurkoma Michael Carrick í byrjunarliðið hefur skilað liðinu 18 stigum af 18 stigum mögulegum. Gríðarlega mikilvægur leikmaður sem virðist loksins vera að fá þá ást sem hann á skilið.

David de Gea hefur ekki verið síðri á þessu tímabili og tryggt okkur ófá stigin á þessu tímabili. Hann hefur átt sína gagnrýnendur en virðist loksins vera að sigrast á þeim enda er erfitt að gagnrýna kappann eins og hann er að spila í dag. Hjörvar Hafliðason hefur verið helsti gagnrýnandi hans hér á Íslandi en í Messunni í gær hrósaði hann honum duglega og keypti sér í leiðinni miða um borð í David de Gea vagninn.

Gary Neville hefur einnig gagnrýnt David de Gea en hann tók sig til í gær í Monday Night Football á SKY og lofsamaði okkar mann fyrir framfararnir sem hann hefur sýnt undanfarin 3 ár eða svo:


David De Gea’s improvement over last 3 years by mfsn1604

Þessi mynd birtist í lok þessa myndbands og segir alla söguna. Það er mikið rót á vörninni okkar og hún gerir mörg varnarmistök en þau leiða ekki til marka vegna þess að fyrir aftan vörnina er einfaldlega heimsklassamarkmaður:

Screen Shot 2014-12-16 at 11.50.21

 

Þess má geta að ritstjórn þessarar síðu hannaði og smíðaði David de Gea vagninn og hefur keyrt hann allar götur síðan.  Það þarf að negla þennan leikmann niður á langtímasamning ekki seinna en á morgun.

Efnisorð: David de Gea Myndbönd 4

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Óskar Óskarsson says

    16. desember, 2014 at 12:45

    henda 6 ára samning á hann, 200þ pund á viku og 100m punda klásúlu og það strax !! það er ekki langt i að Real fari að pissa utaní hann

    0
  2. 2

    Runólfur Trausti says

    16. desember, 2014 at 13:54

    Vel orðað Tryggvi. Mætti halda að menn væru í prófum eða eitthvað miðað við magnið af greinum sem hrúgast hér inn :)
    Annars vildi ég geyma De Gea peppið þar sem ég skrifaði um hann nýlega – annars bendi ég mönnum bara á þetta video hér: https://www.youtube.com/watch?v=2Vzvj8T4l7U

    Kv. RTÞ

    0
  3. 3

    Hjörvar Ingi Haraldsson says

    19. desember, 2014 at 09:54

    Smá spurning frá aðila sem er ekki nægilega mikið inní þessu öllu, það er mikið verið að tala um Strooman núna og að hann sé að koma. Hvaða stöðu færi hann inní og við hverja væri hann að berjast við um byrjunarliðssæti

    0
  4. 4

    Tryggvi Páll says

    19. desember, 2014 at 11:44

    Án þess að vera einhver mikill Kevin Strootmann sérfræðingur myndi hann líklega vera að keppa við þá leikmenn sem spila á miðri miðjunni, Herrera, Fellaini, Fletcher, Carrick, Blind. Strootman er dýnamískur alhliða miðjumaður sem getur sótt og varist. Hann er líka 1.86 á hæð þannig að hann ætti að geta látið finna fyrir sér. Það væri ágætur kraftur á miðjunni með hann og Fellaini saman. Hann ætti að geta leyst allar miðjustöðurnar sómasamlega fyrir utan holuna. Þess má geta að hann er örvfættur eins og svo margir leikmenn United um þessar mundir.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress