• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið

Tryggvi Páll

Meistaradeild Evrópu

Braga kemur í heimsókn

Tryggvi Páll skrifaði þann 22. október, 2012 | 13 ummæli

Jæja, þá er það Meistaradeildin. Í þetta sinn mætum við liði Braga frá Portúgal er þeir koma í heimsókn á Old Trafford. Okkar menn geta farið langleiðina með því að tryggja sig áfram í næstu umferð með sigri í þessum leik. Ég var að renna í gegnum tölfræði liðsins gegn portúgölskum liðum í Evrópukeppnum og hún er bara bærileg. Samtals hefur liðið spilað  23 leiki gegn liðum frá Portúgal og hafa 14 unnist en aðeins 4 tapast. Þar af hefur United aldrei tapað fyrir portúgölsku liði á Old Trafford. Það er því algjör óþarfi að fara að byrja á því núna. Lesa meira

Efnisorð: Braga Upphitun 13
Landsleikir Leikmenn

Landsleikjahléinu lokið (nánast)

Tryggvi Páll skrifaði þann 17. október, 2012 | Engin ummæli

Nú er þessu blessaða landsleikjahléi lokið (nánast) og voru leikmenn félagsins að spila á fjölmörgum vígstöðum.

Byrjum á ensku leikmönnunum okkar. Á föstudaginn spilaði Manchester Unite…afsakið, England, við San Marinó á Wembley og það voru okkar menn sem sáu alfarið um þann sigur. Þetta var góður leikur fyrir okkar menn því þeir voru allt í öllu. Wayne Rooney, í sínum fyrsta leik sem fyrirliði Englands, skoraði tvo mörk auk þess sem að Danny Welbeck skoraði tvö og lagði upp eitt. Tom Cleverley stjórnaði miðjunni algjörlega ásamt Michael Carrick. Cleverley var með sendingarhlutfall upp á 141/146 og lagði upp tvö af mörkum Englands, ekki amalegt það.  Lokatölur 5-0 og áttu okkar menn þátt í öllum mörkunum. England átti svo að spila við Pólland í gær en leiknum var frestað vegna gríðarlegar bleytu á vellinum og fer leikurinn fram á eftir kl 15.00. Fastlega má búast við því að okkar menn spili þar stórt hlutverk en vonum að frestun leiksins hafi ekki þau áhrif að þeir verði þreyttir fyrir átök helgarinnar Lesa meira

0
Leikmenn Ritstjóraálit Sagan

Þetta er það sem félagið snýst um

Tryggvi Páll skrifaði þann 27. september, 2012 | 5 ummæli

Manchester United er stórt félag með gríðarlegar tekjur og auglýsingastarfsemi. Oft hefur maður heyrt stuðningsmenn annarra liða gagnrýna liðið okkar fyrir hvað mikið virðist snúast um um auglýsingasamninga og fjármál. Glazerarnir eru svo auðvitað óþolandi byrði á félaginu með sínar skuldir og fáranlega hátt miðaverð. Maður er farinn að eyða ótæpilegum tíma í að lesa um fjármál félaga og mikill tími þess sem fer í að lesa um United og enska boltann fer í að lesa um eitthvað annað en það sem gerist inná vellinum. Stundum fær maður alveg nóg af þessu. Lesa meira

Efnisorð: Danny Welbeck Tom Cleverley 5
Enska deildarbikarkeppnin

Manchester United 2:1 Newcastle

Tryggvi Páll skrifaði þann 26. september, 2012 | 5 ummæli

Newcastle mætti á Old Trafford í kvöld í þriðju umferð deildarbikarsins og unnu okkar menn mjög fínan 2-1 sigur. Miklar vangaveltur fóru fram á meðal stuðningsmanna United hvernig Ferguson myndi stilla upp liðinu í kvöld enda meira og minna öll vörnin frá vegna meiðsla. Ferguson kom mönnum svolítið með því að stilla upp nánast óreyndri vörn. Liðið leit svona út:

De Gea Lesa meira

Efnisorð: Leikskýrslur Newcastle United 5
Enska deildarbikarkeppnin

Liðið gegn Newcastle

Tryggvi Páll skrifaði þann 26. september, 2012 | 24 ummæli

Liðin eru komin og þau eru svona:

De Gea

Vermijl Wootton Keane Büttner

Anderson Fletcher(c) Cleverley

Rooney Hernandez Welbeck

Bekkur: Johnstone, Lingard, Tunnicliffe, Brady, Evans, Powell

Lið Newcastle

Elliott

Perch Coloccini Williamson Tavernier

Obertan Tiote Gosling Marveux

Ameobi Vuckic

Bekkur:  Harper, Ferguson, Bigirimana, Anita, Amalfitano, Sammy Ameobi, Cisse

Mjög athyglisvert lið. Rooney mætir í byrjunarliðið eftir fjarveru. Wootton og Vermijl spila sinn fyrsta leik fyrir United. Þetta er líklega óreyndasta varnarlína sem United hefur nokkurn tíman spilað en öftustu fjórir hafa samtals spilað 2 aðalliðsleiki! Fletcher er með fyrirliðabandið. Lesa meira

Efnisorð: Liðsuppstilling Newcastle United 24
  • « Go to Previous Page
  • Go to page 1
  • Interim pages omitted …
  • Go to page 45
  • Go to page 46
  • Go to page 47
  • Go to page 48
  • Go to page 49
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Elis um Fyrsta lið vetrarins!
  • Elis um Fyrsta lið vetrarins!
  • Theodór um Fyrsta lið vetrarins!
  • Snjómaðurinn ógurlegi um Fyrsta lið vetrarins!
  • Arni um Fyrsta lið vetrarins!

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress