• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið

Patrice Evra

Félagaskipti Leikmenn Pistlar

Patrice Evra kvaddur

Björn Friðgeir skrifaði þann 21. júlí, 2014 | 2 ummæli

Smám saman er gamli tíminn að líða undir lok og sá nýi að ganga í garð. Eftir að Rio og Vidic hurfu á brott var Patrice Evra sá eini sem var eftir af gamla varnarmúrnum. Það hefur hinsvegar verið ljóst í nokkurn tíma að Patrice Evra væri á leið frá félaginu. Frúin vildi í burt frá Manchester, Evra sá fram á að vera varaskeifa og langaði að auki að enda ferilinn þar sem hann hófst, á Ítalíu. Við hefðum viljað sjá hann miðla Luke Shaw af reynslu sinni, ekki síst fyrst Rio og Nemanja eru báðir á braut. Lesa meira

Efnisorð: Patrice Evra 2
Félagaskipti Leikmenn Staðfest

Nemanja Vidić fer frá United í sumar

Björn Friðgeir skrifaði þann 7. febrúar, 2014 | 7 ummæli

Í tilkynningu á vef Manchester United segir Nemanja Vidić að hann ætli sér að leita á nýjar slóðir þegar samningur hans rennur út í sumar. Hann hyggst ekki reyna fyrir sér hjá öðru liði í Englandi og þvi má ætla að orðrómurinn i vikunni um að hann sé á leið til Inter sé réttur.

Vidić hefur verið 8 ár hjá United og unnið fimm titla auk Meistaradeildarinnar að sjálfsögðu og er fyrirliði liðsins. Síðustu þrjú árin hafa hins vegar meiðsli hrjáð hann verulega og hann ekki leikið nema innan við helming leikja liðsins. Eins og Rio Ferdinand og Patrice Evra, hverra samningar renna líka út í sumar, hefur Vidić ekki verið boðinn nýr samningur og því kemur þetta ekki á óvart. Búast má við að hinir tveir fylgi í kjölfar Vidić. Lesa meira

Efnisorð: Nemanja Vidic Patrice Evra Rio Ferdinand 7
Enska deildarbikarkeppnin

Stoke 0:2 Manchester United

Björn Friðgeir skrifaði þann 18. desember, 2013 | 20 ummæli

Eins og undanfarið var byrjunarliðið búið að leka til David McDonnell, blaðamanns á Daily Mirror, @DiscoMirror áður en nokkur annar birti það.

De Gea

Rafael Smalling Evans Evra

Cleverley Jones Anderson

Valencia     Young

Welbeck

Varamenn: Johnstone, Hernandez, Nani, Fletcher, Kagawa, Büttner, Zaha

Þegar þetta lið var birt var ekki laust við að ég óttaðist að þriggja manna miðjan yrði aðeins of neikvæð. Það kom í ljós að það reyndist nokkuð rétt og nákvæmlega ekki neitt gerðist í fyrri hálfleik, utan að dómarinn tók leikmenn útaf í 5 mínútur þegar hríðin var orðin svo þétt að hann sá ekki út úr augum. Reyndar hjálpar ekki að skýrsluhöfundur sofnaði yfir leiknum og svaf fram í seinni hálfleik. Moyes hefur líklega heyrt af þessu því hann kippti Anderson útaf og setti Hernandez inná. Það tók ekki langan tíma ða bera ávöxt. Ashley Young sem hafði verið jafn slakur og alltaf kom á blússandi ferð upp miðjuna, gaf á Hernandez og fékk boltann beint til baka og bombaði í netið utan teigs. Sørensen hafði fingur á boltanum en hefði eins getað verið að stoppa fallbyssukúlu. Gjörsamlega ótrúlegt mark úr ótrúlegri átt. Young fagnaði enda gríðarlega þessu fyrsta marki frá maí 2012, hvarf inn í stuðningsmannahópinn fyrir aftan markið og uppskar gult spjald fyrir. Lesa meira

Efnisorð: Ashley Young Leikskýrslur Patrice Evra 20

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Helgi P um Manchester United 3:1 Reading
  • Steve Bruce um Nottingham Forest 0:3 Manchester United
  • Helgi P um Nottingham Forest 0:3 Manchester United
  • Helgi P um Arsenal 3 : 2 United
  • Steve Bruce um Arsenal 3 : 2 United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress