Enska úrvalsdeildin

Return Of the Fletch

Góðan daginn dömur mínar og herrar.
Á morgun klukkan 16:30 mun Darren Fletcher, ásamt Tony Pulis, koma með lærisveina sína í W.B.A í heimsókn á Old Trafford. Eftir tvo tapleiki í röð þurfa okkar menn að rífa sig upp af rassgatinu og morgundagurinn er tilvalinn til þess.

View image | gettyimages.com

Mótherjinn
Tony Pulis og liðsmenn hans í W.B.A sitja sjö stigum fyrir ofan fallsæti með 37 stig. Samkvæmt gömlu klisjunni þá þurfa þeir því þrjú stig í viðbót til að gulltryggja veru sína í deildinni. Annað árið í röð hefur Pulis tekið við liði sem er með buxurnar á hælunum en í fyrra tók hann við Crystal Palace sem voru svo gott sem dauðadæmdir. Hann bjargaði þeim frá falli og er að gera það sama með W.B.A í ár. Tony Pulis er vissulega ekki einn þarna en í janúar fékk hann Darren Fletcher til liðs við sig. Pulis var ekki lengi að gera okkar mann að fyrirliða og er hann vægast sagt að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga en Fletcher hefur spilað alla leiki W.B.A síðan hann flutti sig um set. Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Everton 3:0 Manchester United

Liðin sem hófu leikinn

Manchester United

1
De Gea
3
Shaw
33
McNair
12
Smalling
25
Valencia
17
Blind
18
Young
31
Fellaini
21
Herrera
8
Mata
10
Rooney

Bekkur: Valdes, Blackett, Januzaj, Pereira, Di Maria, van Persie, Falcao

Everton

24
Howard
3
Baines
6
Jagielka
26
Stones
23
Coleman
16
McCarthy
18
Barry
21
Osman
20
Barkley
25
Lennon
10
Lukaku

Bekkur: Robles, Kone, Mirallas, Naismith, Besic, Garbutt, Alcaraz

Enska úrvalsdeildin

United heimsækir Everton á sunnudaginn

Fregnir frá Þýskalandi segja að United sé að ná samkomulagi við Dortmund um kaup á Ilkay Gundogan

Everton

Heimamenn hafa verið duglegir að hala inn stig að undanförnu eða 13 stig í 5 leikjum. Fram að því var stigasöfnunin 28 stig í 28 leikjum sem er afleit tölfræði fyrir lið sem stefndi pottþétt að meistaradeildarsæti. Markaskorunin hefur dreifst nokkuð vel í síðustu leikjum en liðið er þó ekki að skora mikið af mörkum. Í síðustu 3 leikjum hafa þeir einungis skorað 1 mark í leik en þó hlotið 7 stig. Það segir manni að vörnin hjá þeim virðist vera farin að smella saman en rétt er samt að taka fram að í síðustu 3 leikjum hafa þeir mætt Southampton, Swansea og Burnley. Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Chelsea 1:0 Manchester United

Það er erfitt að vera eitthvað dapur yfir tapi Manchester United á Stamford Bridge í dag. United spilaði vel, alveg á pari við þá leiki sem liðið hefur spilað undanfarið. Van Gaal sagði meira að segja eftir leikinn að þetta hafi verið besti leikur United í vetur. Hvort það sé nú rétt eða ekki þá er Chelsea alveg spes í því hvernig þeir spila, þeirra leikur snýst alfarið um að vera þéttir fyrir [footnote]PARK THE BUS![/footnote] og nýta sér þau mistök sem mótherjinn gerir. Í dag gerði United tvö mistök, eitt af þeim skapaði mark Chelsea og í hinu tilfellinu endaði boltinn í þverslánni hjá okkar mönnum. Að öllu öðru leyti stjórnaði United öllu á vellinum án þess þó að finna markið sem vantaði svo sárlega. Lesa meira