Enska úrvalsdeildin

Manchester United 2:0 Crystal Palace

Það var fallegt sumarveður í Manchesterborg í dag. Sólin skein og andrúmsloftið á Old Trafford var jákvætt. José Mourinho var búinn að gefa það út að rjóminn af yngri leikmönnum félagsins myndu fá tækifæri til að spila á þessum magnaða heimavelli. Gengið í deildinni í vetur var ekkert annað hörmung en samt var allt svo jákvætt eitthvað í dag.

Embed from Getty Images

Manchester United byrjaði þennan leik gríðarlega vel en þetta var yngsta byrjunarlið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Ungu strákarnir voru staðráðnir í því að sýna hvað í þeim býr. Það tók ekki langan tíma fyrir United að brjóta ísinn en Josh Harrop skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United á 15.mínútu með nettum tilþrifum eftir geggjaða utanfótarsendingu frá Paul Pogba. Pogba skoraði svo sjálfur fjórum mínútum síðar eftir mistök hjá varnarmanni Crystal Palace. Virkilega gaman að horfa á þetta United lið í þessum leik sem var nokkurn veginn það sem gestirinir frá Lundúnum gerðu í dag. Demetri Mitchell heillaði mig mikið í dag en hann lék í vinstri bakverðinum. Lesa meira