• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Pistlar

Tilgangslausar staðreyndir fyrir leik helgarinnar

Tryggvi Páll skrifaði þann 7. desember, 2012 | 6 ummæli

Eins og allir ættu að vita fer Manchester-borgarslagurinn fram á sunnudaginn. Í tilefni þess fór ég á bókasöfnin og skjalasöfnin og gróf upp nokkrar algjörlega tilgangslausar en jafnframt skemmtilegar staðreyndir svo menn geti nú aldeilis slegið um sig á barnum eða í stofunni heima og látið flæða úr viskubrunnum sínum. Upphitun fyrir leikinn sjálfan kemur svo inn á morgun.

  • Manchester-borgarslagurinn er líklega næst elsti borgarslagurinn í Englandi. Liðin mættust árið 1881 en liðin spiluðu þá reyndar undir merkjum forvera sinna Newton Heath (United) og West Gordon St. Marks (City). Aðeins Birmingham-borgarslagurinn fór fyrr fram en þessi slagur. Newton Heath vann öruggan 3-0 sigur á heimavelli.
  • Menn geta sagt ýmislegt um stjóratíð Ron Atkinson (1981-1986) hjá United en hann er hinsvegar aðeins einn af þremur stjórum United sem tapaði aldrei gegn City (2 sigrar, 5 jafntefli). Hinir eru þeir örlítið minna þekktu James West og Scott Duncan.
  • Árangur Sir Alex Ferguson gegn City er eftirfarandi: 25 sigrar, 10 jafntefli, 10 töp en hann er jafnframt sá stjóri United sem hefur stjórnað liðinu í flestum borgarslögum eða 45. Matt Busby nartar í hælana á honum með 39 leiki.
  • Ernest Mangnall er eini stjórinn sem hefur stýrt báðum Manchester-liðunum. Árið 1912 fór hann frá United til þess að taka við City. Síðasti leikurinn sem hann stýrði United áður en hann skipti um lið? United vs. City á Old Trafford! City vann.
  • Nokkrir leikmenn liðanna hafa spilað í borgarslagnum sem leikmenn og síðar stýrt öðru liðinu sem knattspyrnustjórar. Þeir eru: Matt Busby, Wilf McGuinness, Les McDowall, Johnny Hart, Tony Book, Peter Reid, Joe Royle og Mark Hughes.

    Staða liðanna í deild frá 1891-2011.
  • Af þessum ágætu mönnum eru þeir Matt Busby og Mark Hughes einstakir að því leytinu að þeir tóku þátt í borgarslagnum sem leikmenn fyrir annað liðið en stýrðu hinu liðinu í slagnum seinna sem knattspyrnustjórar.
  • Carlos Tevez og Owen Hargreaves eru síðustu leikmennirnir til þess að færa sig á milli City og United en fyrsti leikmaðurinn til þess að skipta um lið var Bob Milarvie. Það var árið 1891. Hann fór frá United sem þá hét Newton Heath til City sem þá kallaðist Ardwick.
  • Sá mæti maður Billy Meredith á nokkuð skemmtilegt met. Hann er sá leikmaður sem hefur oftast farið á milli liðanna eða alls 5 sinnum. Tímabilið 1906/07 hófst húllumhæið er hann fór frá City til United. Í fyrri heimstyrjöldinni fór hann aftur til City, eftir stríð sneri hann aftur til United og árið 1921 endaði hann svo aftur hjá City.
  • Fyrir þá sem muna eftir Terry Cooke er hann dýrasti leikmaðurinn sem farið hefur á milli liðanna. Árið 1999 borgaði City 1 milljón punda fyrir hann. Ég tel Carlos Tevez eðlilega ekki með hér þar sem United fékk auðvitað ekki krónu fyrir hann.
  • Frægasti leikmaðurinn til þess að færa sig á milli þessara liða (Fyrir utan Tevez væntanlega) er Denis Law. Hann spilaði með United á árunum 1962-1973 og var hann mikil markavél fyrir United, skoraði alls 237 mörk fyrir félagið.  Hann er í 2. sæti, aðeins 12 mörkum á eftir Bobby Charlton á listanum yfir þá leikmenn sem hafa skorað flest mörk fyrir United. Eftir farsælan feril hjá United fór hann á frjálsri sölu til City sumarið 1973. Law á líklega frægasta einstaka atvikið í leik á milli þessara liða.
Stuðningsmenn United hughreysta Law eftir markið.  © PA
  • Í síðasta leik tímabilsins árið 1974 mættust erkifjendurnir. United var í bráðri hættu á að falla og þurfti nauðsynlega á sigri að halda. Leikar stóðu lengst af 0-0 þangað til að Denis Law skoraði eina mark leiksins á 84. mínútu með hælnum. Law var viss um að þetta mark myndi verða þess valdandi að United félli um deild og fagnaði því ekki markinu. Hann var í raun svo niðurbrotinn haldandi það að hann hafi sent sitt ástkæra lið niður að hann labbaði strax niðurlútur af velli og var skipt útaf. Aðdáendur United voru ekki beint sáttir og réðust inn á völlinn. og flauta varð leikinn af á 85. mínútu. Stjórn deildarinnar ákvað síðar að úrslitin 0-1 skyldu standa en Denis Law til huggunar skipti mark hans ekki máli, United hefði fallið hvort sem er.
  • Alls hafa liðin mæst í 163 leikjum. Eins og við var að búast hefur United yfirhöndina. United hefur unnið 68 leiki en City 46. Liðin hafa alls skilið jöfn 50 sinnum.
  • United hefur spilað 73 útileiki gegn City í deildinni á þremur völlum: Hyde Road, Maine Road, Etihad/City of Manchester Stadium. Af þessum 73 leikjum hefur United unnið 26, tapað 23 og gert 24 jafntefli. Frá því að City flutti á Etihad völlinn árið 2003 hefur United 4 sinnum staðið uppi sem sigurvegari en 4 sinnum þurft að sætta sig við tap og liðin hafa gert eitt jafntefli.
  • Ef að Wayne Rooney skorar í leiknum á sunnudaginn getur hann jafnað Bobby Charlton sem markahæsti leikmaður United gegn City. Bobby Charlton skoraði 9, Wayne Rooney er með 8 mörk líkt og Eric Cantona.
  • Ryan Giggs spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir United gegn City. Það var fyrir 21 ári síðan eða 1991. Okkar maður skoraði að sjálfsögðu eina mark leiksins. Giggs er jafnframt sá leikmaður sem hefur oftast spilað í þessum borgarslag.
  • Það er kominn tími á að United bæti met sitt fyrir stærsta útisigur á City. Þann 3. nóvember 1894 sigruðu okkar menn 2-5 á Hyde Road. Ég held að það muni allir eftir því hver sé stærsti útisigur City á United og því þarf ekkert að fara útí það hér.
  • Vert er að benda á þetta yfirlit Daily Telegraph um stærstu leiki liðanna fram að árinu 2011
Efnisorð: Manchester City Upphitun 6
Leikmaður mánaðarins Lesefni

Rauðu djöflarnir lesa: Sérstök útgáfa

ellioman skrifaði þann 6. desember, 2012 | Engin ummæli

Leikmaður nóvembermánaðar valinn af lesendum Rauðudjöflarnir.is:

Javier „Chicharito“ Hernández

Eftir að hafa verið mest megnis á bekknum í byrjun leiktíðar vann Hernández sig aftur inn í liðið með góðri frammistöðu í lok október. Hann sló svo ekki slöku við í nóvember þar sem hann skoraði samtals fjögur mörk, eitt í meistaradeildinni og þrjú í úrvalsdeildinni. Minnistæðasta frammistaða Mexíkóans knáa var gegn Aston Villa þar sem hann skoraði tvö og „hálft“ mark og sneri leiknum gjörsamlega við, úr tapi í sigur. Á heimasíðu Manchester United vann Chicharito stórsigur í kosningunni um besta leikmann United í nóvember (67%) en hér var ansi mjótt á munum. Chicharito fékk 157 atkvæði af þeim 475 sem kusu, eða 33%, næstur var Rafael með 153 atkvæði, eða 32%. Þriðji var svo Anderson með 94 atkvæði eða 20%.

Hér er það áhugaverðasta sem við lásum í þessari viku:

Enn einn þjálfari í úrvalsdeildinni segist hafa fengið hjálp frá Ferguson. Í þetta skiptið er það Brian McDermott, þjálfari Reading.

Scott the Red talar um hvort liðið sé stærra í Manchester

Denis Law var gerður að sendiherra fyrir United.

Maurice Watkins talar um atvikið þegar Cantona sparkaði í Matthew Simmons

Leicester City framlengdi lánssamninginn við United drengina Michael Keane og Jesse Lingard og verða þeir þar til 2.janúar.

Mark Odgen á The Telegraph veltir fyrir sér framtíð Federico Macheda

Juan Sebastian Veron sér eftir að hafa farið frá United á sínum tíma.

Áhugaverð tíst:

Ooh Ahh Cantona http://t.co/mv6wdlFL

— Magnus Thor (@magnusthor82) November 28, 2012

#mufc can play Porto, AC Milan, Real Madrid, Shakhtar Donetsk, Valencia or Celtic in the Last 16. Draw on 20 December.

— Nick Coppack (@nickcoppack) December 5, 2012

Welbeck, Evans, Cleverley, Fletcher, Giggs & Scholes will all be in the squad on Sunday.Will City have any former academy players in theirs?

— Scott Patterson (@R_o_M) December 5, 2012

Sir Alex on Kagawa: "Shinji is now back and is doing some running, but Sunday's game may be a bit early for him."

— Gemma Thompson (@gem7thompson) December 5, 2012

Engelbert Humperdinck finished bottom in Europe with three times as many points as Roberto Mancini.

— Nooruddean (@BeardedGenius) December 4, 2012

Vídeó:

Usain Bolt heldur áfram að vera töffari og sýnir Manchester United hulstrið utan um símann sinn í viðtali við Piers Morgan

0
Meistaradeild Evrópu

Manchester United 0:1 CFR Cluj

Magnús Þór skrifaði þann 5. desember, 2012 | 7 ummæli

Um fyrri hálfleikinn er varla margt að segja, leikurinn skipti engu máli fyrir okkur og það sást mjög vel. Áttum reyndar nokkur hálffæri sem á góðum degi hefðu getað orðið mörk. Cluj átti tvo sénsa en Wootton bjargaði frábærlega með vel tímasettri tæklingu og svo varði David de Gea vel skalla af stuttu færi. Rétt fyrir lok hálfleiksins kom Paul Scholes inná fyrir Tom Cleverley sem varð fyrir smá hnjaski en það virtist ekki alvarlegt, vonandi verður hann tilbúinn fyrir leikinn gegn City á sunnudaginn.

https://twitter.com/DoronSalomon/status/276423875707940864

Seinni hálfleikurinn spilaðist eins og sá fyrri þangað til á 56.mínútu þegar Luiz Alberto átti frábært skot sem David de Gea átti ekki sjens í að verja og ég leyfi mér að fullyrða að enginn hefði varið það, 0-1 fyrir Cluj. Markið kom gegn gangi leiksins. Ekkert merkilegt gerðist það sem eftir var leiks og niðurstaðan 0-1 tap og grátlega lélegur sóknarleikur. Vörnin var ágæt í þessum leik og mann leiksins að mínu mati var hinn ungi og efnilega Scott Wootton, ef þið eruð ósammála látið þá heyra í ykkur í athugasemdum.

5 – Only Dinamo Zagreb (6) have conceded the opening goal more times than Manchester Utd (5) in the Champions League this season. Deficit.

— OptaJean (@OptaJean) December 5, 2012

@hjorvarhaflida De Gea á ekki að verja þetta. Lindegaard hefði eflaust farið í öfugt horn, De Gea reyndi allaveganna í rétt horn.

— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) December 5, 2012

Næst er það svo City á Etihad á sunnudaginn, vonandi verður aðeins meira í gangi í þeim leik.

Efnisorð: CFR Cluj Leikskýrslur 7
Meistaradeild Evrópu

Liðið í lokaleik H-riðils

Magnús Þór skrifaði þann 5. desember, 2012 | 8 ummæli

De Gea

Jones Smalling Wootton Büttner

Cleverley Powell

Welbeck Rooney Giggs

Chicharito

Bekkur:

Anders Lindegaard
Rafael da Silva
Ashley Young
Paul Scholes
Darren Fletcher
Marnick Vermejl
Kiko Macheda

Efnisorð: CFR Cluj Liðsuppstilling 8
Meistaradeild Evrópu

CFR Cluj á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 4. desember, 2012 | 16 ummæli

Síðasti leikur okkar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu verður á morgun þegar Rúmenarnir frá Cluj koma í heimsókn. Fyrri leiknum lauk með naumum sigri United í einum af streðleikjum þessa hausts. Fjórir sigrar í fyrstu fjórum leikjum riðilsins hafa þó tryggt okkur áfram og við getum tekið á móti Cluj með hálfgerðu varaliði, enda erfiðasti leikur tímabilsins framundan um næstu helgi, heimsóknin á Etihad.

Eftir martröðina um síðustu helgi eru köllin eftir David de Gea orðin skerandi hávær, ekki síst þegar horfti er til næstu helgar og ég ætla sannarlega að vona að Sir Alex láti það eftir okkur. Að öðru leyti verður þetta létt. Rooney verður með sagði Fergie það í dag, enda spilar hann betur þegar hann fær leiki. Af öðrum aðalmönnum ætla ég að spá því að Rafael byrji til að gefa honum sjálfstraust eftir að hafa verið kippt útaf um helgina, en annars verður þetta svona bland í poka. Young má alveg við að spila gegn veikara liði, hann lék betur á laugardaginn en hann hefur gert í vetur. Jones og Smalling þurfa leikæfinguna ef annar hvor eða báðir eiga að spila á móti City, og Fletcher þarf hvíld ef hann á að spila á móti City. Svo verða þarna uppáhalds kantmenn okkar allra, Young og Welbeck.

De Gea

Rafael Wootton Smalling Büttner

Cleverley Jones

Welbeck Rooney Young

Chicharito

Bekkurinn verður svo kjúklingasafn hið mesta. Enginn Vidic. Macheda spilað í varaliðsleik í gær annars væri ég jafnvel til í að spá honum inn í byrjunarliðið

Cluj eygir möguleika á sæti í næstu umferð ef úrslit þeirra eru betri en úrslit Galatasaray gegn Braga þannig það má búast við þeim í hörkustuði.

Segjum að við sleppum með jafnteflið, 1-1 í leik sem skiptir okkur litlu máli.

Efnisorð: CFR Cluj Upphitun 16
  • « Go to Previous Page
  • Go to page 1
  • Interim pages omitted …
  • Go to page 322
  • Go to page 323
  • Go to page 324
  • Go to page 325
  • Go to page 326
  • Interim pages omitted …
  • Go to page 346
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Má bjóða þér að auglýsa

Síðustu ummæli

  • Rúnar P um Manchester United 3:2 Liverpool
  • Thorleifur um Manchester United 3:2 Liverpool
  • Karl Garðars um Manchester United 3:2 Liverpool
  • Egill um Manchester United 3:2 Liverpool
  • Þorsteinn um Manchester United 3:2 Liverpool

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress