Enska úrvalsdeildin

Crystal Palace heimsækir Old Trafford

Þá er komið að lokaleik Manchester United í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið. Síðustu leikir hafa verið mjög daprir en stjórinn hefur verið að rótera liðinu mikið og aðalmálið virðist að halda mönnum ómeiddum fyrir leikinn sem skiptir öllu fyrir tímabilið. Þrátt fyrir framfarir í spilamennsku frá stjórnartíð Louis van Gaal þá hefur það því miður ekki skilað stigum á töfluna og slök nýting á sóknarfærum stærsti höfuðverkurinn. Liðið getur varist vel og hefur ekki verið að fá á sig mikið af mörkum. Spilið hefur oft verið gott og liðið getað haldið boltanum nema þegar spilað er án Paul Pogba. Lesa meira

Djöflavarpið

Podkast Rauðu djöflanna – 35. þáttur

Maggi, Halldór og Björn Friðgeir settust niður og ræddu seinni leikinn gegn Celta Vigo. Einnig ræddum við José Mourinho og lauslega um leikina framundan.

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:

Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum Lesa meira

Evrópudeildin

Bræður munu berjast – St. Etienne kemur í heimsókn

Annað kvöld hefjast 32- liða úrslit Evrópudeildarinnar. Mótherji Manchester United er franska liðið Association Sportive de Saint-Étienne Loire eða St. Etienne í daglegu máli. St. Etienne hefur undanfarin ár verið í topphluta frönsku deildarinnar og tekið reglulega þátt í Evrópukeppni félagsliða. Liðið hefur orðið franskur meistari 10 sinnum og 6 sinnum orðið bikarmeistari. Besti árangur frakkanna í evrópukeppni var að lenda í 2.sæti í Evrópukeppni meistaraliða sem er forveri Meistaradeildarinnar tímabilið 1975-1976. Lesa meira

Enska bikarkeppnin

Wigan Athletic heimsækir Old Trafford í stórleik FA bikarsins

Þá er komið að því gott fólk. Fjórða umferð FA bikarkeppninnar er mætt með hnúajárnin og hafnaboltakylfurnar á gólfteppið okkar. Það er nefnilega stórleikur í vændum hjá okkur er hinir fornu fjendur og nágrannar United, Wigan Athletic, heimsækja Old Trafford í sannkölluðum hörkugrannaslag! Af öðrum leikjum í þessari umferð má í raun segja að eini leikurinn sem gæti verið eitthvað smá spennandi, fyrir utan stórleikinn sem er til umræðu hér, er viðureign Arsenal gegn Southampton. Rest er frekar miðlungs. Lesa meira