Enska úrvalsdeildin

Crystal Palace heimsækir Old Trafford

Þá er komið að lokaleik Manchester United í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið. Síðustu leikir hafa verið mjög daprir en stjórinn hefur verið að rótera liðinu mikið og aðalmálið virðist að halda mönnum ómeiddum fyrir leikinn sem skiptir öllu fyrir tímabilið. Þrátt fyrir framfarir í spilamennsku frá stjórnartíð Louis van Gaal þá hefur það því miður ekki skilað stigum á töfluna og slök nýting á sóknarfærum stærsti höfuðverkurinn. Liðið getur varist vel og hefur ekki verið að fá á sig mikið af mörkum. Spilið hefur oft verið gott og liðið getað haldið boltanum nema þegar spilað er án Paul Pogba. Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Burnley 0:2 Manchester United

José Mourinho gerði átta breytingar eftir leikinn afdrifaríka gegn Anderlecht á Old Trafford. Mourinho ákvað að taka enga áhættu með liðsvalinu í dag og varð 4-3-3 leikkerfið fyrir valinu. Antonio Valencia var ekki í hóp í dag en hann var hvíldur eftir að hafa spilað allan leikinn á fimmtudagskvöldinu. Ashley Young og Mattio Darmian vöru bakverðir í dag. Daley Blind fékk að byrja í dag þrátt fyrir slaka frammistöðu í síðasta leik. Wayne Rooney byrjaði sinn annan leik á árinu og var fremsti maður með þá félaga Jesse Lingard og Anthony Martial á köntunum. Marouane Fellaini lék fyrir aftan Paul Pogba og Ander Herrera í þriggja manna miðju. Lesa meira