Enska bikarkeppnin

United heimsækir Chelsea á Stamford Bridge í FA bikarnum

Annað kvöld lýkur 8 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar með leik Chelsea og Manchester United. Síðast þegar liðin mættust þá var United gjörsigrað með fjórum mörkum gegn engu. Það var einmitt síðasti tapleikur liðsins í úrvalsdeildinni. Gengi liðanna í deildinni hefur verið frekar stöðugt. Chelsea í fyrsta sætinu og United í sjötta sætinu. Fram að þessum leik hefur Chelsea verið frekar heppið með mótherja en liðið sigraði Peterborough 4:1 í þriðju umferð, Brentford 4:0 í fjórðu umferð og Úlfanna 0:2 í fimmtu umferð. Lesa meira

Leikmaður mánaðarins

Zlatan Ibrahimovic er leikmaður febrúarmánaðar 2017

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að hinn magnaði og ótrúlegi Zlatan sé leikmaður mánaðarins. United liðið er búið að vera á blússandi siglingu í mánuðinum. Deildarbikarúrslitaleikurinn gegn Southampton var slakasti leikur liðsins í mánuðinum en þökk sé Zlatan þá vannst sá leikur og bikar kominn í hús.

Leikir Manchester United í febrúar

Manchester United 0:0 Hull City

Leicester City 0:3 Manchester United Lesa meira

Evrópudeildin

Manchester United 3:0 Saint-Étienne

Manchester United sigraði Saint-Étienne með þremur mörkum gegn engu í leik sem United liðið spilaði ekki sinn besta leik á tímabilinu. Strax í byrjun leiks virkaði vörnin mjög óstýrk og Eric Bailly hefur litið betur út en hann gerði í þessum leik. United liðið sótti mikið en var mjög viðkvæmt fyrir skyndisóknum franska liðsins. Sprækastur þeirra var án efa Henri Saivet sem er á láni frá 1.deildarliði Newcastle United. Enn einu sinni var færanýtingin ekki alveg nógu góð og leit Ruffier markvörður Saint-Étienne út fyrir að vera í hærra gæðaflokki en hann raunveruleg er. Lesa meira

Evrópudeildin

Bræður munu berjast – St. Etienne kemur í heimsókn

Annað kvöld hefjast 32- liða úrslit Evrópudeildarinnar. Mótherji Manchester United er franska liðið Association Sportive de Saint-Étienne Loire eða St. Etienne í daglegu máli. St. Etienne hefur undanfarin ár verið í topphluta frönsku deildarinnar og tekið reglulega þátt í Evrópukeppni félagsliða. Liðið hefur orðið franskur meistari 10 sinnum og 6 sinnum orðið bikarmeistari. Besti árangur frakkanna í evrópukeppni var að lenda í 2.sæti í Evrópukeppni meistaraliða sem er forveri Meistaradeildarinnar tímabilið 1975-1976. Lesa meira